Friday, July 25, 2014

Öðruvísi fegurðarráð / Different Beauty Tips

Eftir smá sumarfrí frá bloggi langar mér að gefa ykkur nokkur hagnýt fegurðarráð sem eru frekar áhugaverð og þess virði að prófa. Við höfum flest heyrt um skrýtin fegurðarráð, sum sem virka og önnur alveg útí hött (eins og kúaskítur í hárið). 

Hér koma nokkur eðlilegri öðruvísi fegurðarráð sem þið gætuð eflaust prófað til gamans!
Here are some weird but good beauty tips that are fun to try!Sláðu á þér andlitið: Já þú last rétt, í Kóreu tíðkast mikið af því að konur séu að slá á sér andlitið en það er til þess að örva blóðflæði og auka teygjanleika húðarinnar...kanski er þetta eitt af leyndarmálum asískra kvenna sem virðast varla eldast?

/Slap your face: A lot of women in Korea slap their face to stimulate bloodflow and induce elasticity in the skin. This might be one of the hidden secrets of asian womens beautiful and young looking skin.Helltu smá bjór yfir hárið:  Bjór hreinsar aukaefni og óhreinindi sem situr fast í hárinu. Eftir hárþvott og þurrkun þá á að nudda bjór í hárendana og hárið svo vafið inn í sturtuhúfu eða eitthvað álíka, beðið í 5 mín og hreinsað úr.

/Spill beer on your hair: Beer removes any buildup that sits on the surface of the hair. After shampoo, and drying, massage some beer into the ends of your hair and wrap your hair in a shower cap or something similar, wait 5 min and rinse out with clean water.
Rakagefandi Avocado maski: Flestir sem hafa borðað avocado vita að það er mjög feitt en inniheldur þó góða fitu. Avocado nýtist líka sem rakagefandi maski en þá er gott að stappa honum, skrúbba húðina á undan með hýðinu og setja avocado maskann á í ca 10 mín og hreinsa af með volgu vatni. Mæli með því að leggjast útaf því að hann rennur mikið til! Ég borða oft helminginn og nota hinn helminginn í þetta ( af litlu avocado-unum sem fást í Bónus)./ Moisturizing Avocado Mask: Avocados are very oily and contain healthy good fats which is why avocados are a good moisturising masks for the skin. To use it you have to squish it with a fork, scrub  your clean face with the skin of the avocado and apply squished avocado to face and leave for about 10 min and rinse with warm water. I recommend laying down while having the mask on because it tends to slip.Egg Peel-Off- Maski:  Meiri matur sem er góður á andlitið, en egg gera kraftaverk til að hreinsa húðina og virkar eins og mini peel-off maski sem maður getur gert heima og er bæði ódýrt og auðvelt í notkun. Myndband sem sýnir hvernig þetta er gert.

/ Egg Peel-Off-Mask: A cheap and easy way to do a mini peel. Egg´s can be a great way to cleanse the skin and really simple to do. Here is a video that shows you how to do so.Tannkrem sem bólu-killer: Ef maður er í mikilli neyð þá virkar oft að setja tannkrem á bólu til að ná roðanum burt og að láta bólguna hjaðna, hún mun líta betur út en tannkremið drepur ekki bakteríur og getur verið slæmt fyrir bóluna, mæli bara með því að nota þetta í S.O.S tilvikum./ Toothpast as a pimple-killer: Only for emergencies! Toothpaste dries out the pimple and makes it look a lot better but does NOT kill any bacteria in the pimple. It actually might make it worse afterwards so I do not recommend using this method unless it is an emergency situation.Te skeið í staðinn fyrir augnhárabrettir: Virkar ekki jafn vel en ef maður hitar skeiðina undir heitu vatni (ekki of heitu! það er ekki gaman að brenna sig á augunum) þá getur það krullað augnhárin./ Tea spoon instead of an eyelash curler: Not as effective but a good way to go when you are in a need. Warm up a spoon under að warm to hot temperatured water (be careful not to make it too hot so you won't burn yourself) and lay it against the lashes to curl.Yoga fyrir andlitið: Með því að æfa andlitsvöðvana getur lyft andlitinu og gefið manni hraustara og unglegra útlit. Ég mæli með því að gera þetta einn heima, veit ekki hvernig fólk tekur það í mál þegar maður fer að gretta sig svona á almannafæri. Það er ýmislegt hægt að finna á youtube en hér er eitt skemmtilegt myndband.


/ Yoga for the face:  By exercising your face muscles it can help lift the face and give it a healthy and younger glow. I recommend doing it while alone because to be honest you will not look charming while doing this haha. Here is a nice video to show you how.


Ef þið eruð eins og ég og sitjið aðgerðalaus heima á föstudagskvöldi þá er ekki svo vitlaust að fara í smá face yoga og setja á sig maska eftir á og slappa af. Knús í gegnum tölvuskjáinn frá einum föstudagslóner til annars ( eða á hvaða degi sem er).

/If you are sitting at home alone on this friday night like me, it´s not so crazy to do some yoga for the face and relax with a decent mask. Hugs throug the computer screen from one friday loner to another (or any other day for that matter).

-Kristín


Sunday, June 22, 2014

Sjálfstæðisdagurinn / 17. juní Make Up & Style & Baby

Þrátt fyrir hellidembu, polla og bleytu út um allt, ákváðum við að skella okkur í bæinn og reyna að láta eins og það væri ágætis veður...enda var þetta fyrsti 17.júní sem Elías upplifði oooog í tilefni dagsins skellti ég á mig málingu í fánalitum, vel þykkan gel eyeliner og dökkbláan ofan á hann og svo eldrauðar mattar varir.

Ég verð að játa það að mér var farið að hlakka til að fara með litla kallinn minn og var eiginlega ekki sátt með þessa blessuðu rigningu, en cest la vie. Og sem íslendingur þá byrjar maður að átta sig á því að það rignir næstum alltaf á 17. júní þannig að við komum vel undirbúin með regnhlífar og hlý föt en ég mætti í stóru kósý peysunni minni sem er með áföstum loðkraga sem ég rakst á í kolaportinu um daginn, þessi peysa minnir mig pínu á baðslopp en það er bara kósý og kúl. Buxurnar ætlaði ég mér að losa mig við en ákvað þó samt að halda í þær og ákvað svo á síðustu stundu að klippta rifur á þær á leiðinni út úr húsi....góð skyndiákvörðun því þær eru svolítið uppáhalds í augnablikinu.

/ The first independence day that Elías experiences and it poured the whole time to the point where we had to stop pretending and go home. But for the sake of the day I decided to do my make up according to the national flag, dark blue, (white) and red. We all dressed accordingly, knowing this is a country with a major choice anxiety when it comes to weather. I wore my cosy knit "robe" and some jeans that I decided to rip on my way out.

Við Elías kát í rigningunni og hann með nýju afa-húfuna sína frá ömmusín.Við nenntum eiginlega ekki að vera með myndavélina á floti í þessari dembu svo næstu myndir voru bara teknar heima inní þurru stofunni okkar eftir að við komum heim en það var farið að dimma svo ég vil afsaka léleg myndgæði vegna skorts á góðri birtu.
/ I decided it would be better to take more pictures in home since it was pouring outside, sorry about the low quality of lighting in these next photos.

Jakki/jacket: Zara - Buxur/pants: Zara - Peysa/sweater: Kolaportið - Skór/shoes: SixtySeven - Bolur/shirt: Zara - Taska/bag: Spútnik

Fermingarmyndin mín í bakgrunni...Farði: YSL Touche Eclat
Eyeliner: Mac Blacktrack Fluidline (NN blár augnskuggi bleyttur með Fix+)
Varalitur: Ruby Woo


Fyrir utan það að tína einu uppáhalds leikfanginu hans Elías þá var þetta ansi áhugaverður fyrsti 17. júní hjá honum, nokkuð skrautlegur dagur.

Sæti kall með afahúfuna sína


-Kristín
Monday, June 16, 2014

Uppáhalds sumar snyrtivörurnar mínar / Monthly Favourites: June

Hér eru nokkrar góðar vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér núna í júní. Ég festi mig oft ekki í því sama og reyni að halda ekki of mikið uppá einhverjar ákveðnar vörur (nema nokkrar klassískar) en hef líka bara gaman að því að prófa nýjar vörur og "uppgötva" ný merki. Enda hef ég líka aðgang að mörgum flottum og góðum snyrtivörumerkjum þar sem ég fékk nýlega vinnu ú snyrtideild Lyf og Heilsu í Kringlunni. Ég vil samt taka það fram að ég gef hreinskilið álit mitt á vörunum hér fyrir neðan og mér er ekki borgað fyrir að auglýsa eitt né neitt. Allar þessar vörur fást í Lyf og Heilsu í Kringlunni nema Smashbox primerinn.1. Dior Show Iconic maskari sem þykkir augnhárin og gerir þau flott og dúkkuleg. Ég greiði svo úr þeim með öðrum maskara með gúmmíbursta (Loreal Volume Million Lash Mascara) svo þau verði ekki of klessuleg en þá er ég líka að lengja  í leiðinni og aunghárin verða nánast eins og gervi.
/ A mascara that gives a doll eye effect but I usually  use another mascara with a gummy wand to comb and lengthen for a more extreme look.

2. Aquasource Biotherm gel rakakrem. Rakabomba í krukku sem heldur húðinni góðri allan daginn án þess að hún glansi af því. Þetta er samt ekkert sérstaklega gert til að gera húðina matta en gel-krem hafa oft þannig áhrif og ég finn líka mun á þessu og því sem ég notaði frá Dr Hauschka þegar kemur að mattaðri húð.
/ A gel based moisturizer that keeps the skin nice and moist all day long and shine free, like most gel-based creams have a tendency to do.

3. Blue Lagoon Rich Nourishing Lip Balm. Fer nánast ekki úr húsi án hans, þæginlegur varasalvi sem ilmar af piparmyntu og vanillu, frískandi og góður í veskið. Ég skrifaði um þennan hér um daginn.
/ This one goes with me everywhere. It has a vanilla- peppermint scent that is very refreshing.

4. Babydoll Kiss and Blush YSL - Fallegir litir sem hægt er að bera á bæði kinnar og varir. Liturinn er það sterkur (pigmented) að það þarf lítið til að nota sem kinnalit og virkar þannig vel líka sem glansandi varalitur. Svo finnst mér glasið undir þetta vera svooo djúsí! Minn uppáhalds litur er númer 5.
/ Beautiful colours that can go on both cheeks and lips. It´s highly pigmented and easy to use and they come in the most juicy packaging. My favourite is number 5.

5. Lancome Teint Idole Ultra 24H - Meik sem stendur við loforð..eða allavega 12 tíma ending. Ég var hissa á því hversu vel það hélst á en svo þekur það líka mjög vel en er samt ekki svona feitt og þykkt eins og sum þekjandi meik. Ég er með það feita húð og meik eiga það til að renna til eftir því sem líður á daginn svo að vanalega þarf ég að bæta við meiki á mig  en ég slapp algjörlega við það með þetta meik, var þá með það frá 9 að morgni til 22 að kvöldi, líka alveg shine-free sem er stór plús. Ég nota númer 3.
/ A foundation that really stays on. I was very surprised by how well it stayed on throughout the day, even on my oily skin...and plus it is thick enough to conceal but feels light on the skin. I use number 3.

6. Chanel: Pink Tonic, Mirabella - Nýjir sumar litir frá Chanel. Fannst skemmtilegt að nota appelsínugula lakkið bara á baugfingur. Æðislegir litir sem minna mig á nammi, flottir til að "poppa upp" einfalt dress.
/ New gourmet candy coloured polishes from Chanel. I thought it was a fun twist to use the orange only on the ring fingers. These colours can really pop a simple outfit.

7. Smashbox Photofinish Primer - Búin að vera minn uppáhalds primer lengi en ég veit ekki alveg hvar ég væri án hans núna þegar það er byrjað að hitna í veðri. Má segja að þessi haldi andlitinu uppi.
/ My all time favourite face primer. It is a must to have in the summer to make everything stay in place.

8. Touche Éclat Radiant Touch YSL - Töfrapenninn sem birtir undir augunum, góður þegar maður hefur ekki sofið nóg og vantar smá ljóma í andlitið. Hann er líka góður í að  highlighta kinnbeinin, nefið, undir augabrúnir og yfir mitt enni. Ég nota hann í númer 1.5 en þeir eru mis rauðir og gulir.
/ The magic wand from YSL, perfect for brightening under the eyes and for highlighting. I use number  1.5.

9. Bobbi Brown Long-Wear Gel Eyeliner -  Í litnum black ink. Klassískur gel eyeliner sen gerir kattarliner sem endist.
/ In the colour black ink. This is a classic gel eyeliner that stays on really well and makes for a great cat eye.Treð einni chill-outfit mynd í lokin.

Skyrta/shirt: Zara - Buxur/jeans: Zara - Skór/shoes: Vintage - Úr/watch: D&G - Hringir/rings: Next - Eyrnalokkar/earrings: H&M

Gleðilegan 17.júní á morgun!

-KristínTuesday, June 10, 2014

Létt fjólublá augnskygging / Light Purple Eye Make Up


Þetta er tilvalin förðun fyrir þær sem fíla liti og vilja vera fínar yfir daginn en ekki of mikið málaðar,  og svo er auðvelt að  dekkja förðunina fyrir kvöldið. Fjólublá augnskygging með keim af gylltum augnskugga, hentar bæði  í dag- og kvöld förðun. Ég elska að nota smá liti á sumrin hvort sem það sé bjartur varalitur eða skemmtilegir litaðir augnskuggar. Fyrir dag förðun þá finnst mér nóg að setja nude- litaðan varalit við eða bara nude- blýant og varasalva/gloss yfir. En fyrir kvöldförðun þá má alveg leika sér með þetta og dekkja með svörtu augnblýanti inn í vatnslínuna, augnhárum og einhverjum skemmtilegum varalit. 

/  This is a great idea for those who love a pop of colour and want to have a quick day-to-night look that does not go overboard during the day but easy to darken for the evening. I love the effect of this purple shading with a hint of a golden eyeshadow over the center of the eye.  For the day it is enough to use a nude coloured lipstick or just a nude lip liner and a lip balm or gloss over for a more finished look. And for the evening it´s easy to darken with a black liner in the waterline, false lashes and some fun coloured lipstick.

Vörulisti / Product list
- MAC Paint Pot, Painterly
- MAC Eyeshadow Purple Haze
- MAC Eyeshadow Parfait Amor
- UD Naked palette Half Baked
- UD Naked palette Sin
- UD Naked palette Virgin
- MAC Blacktrack Fluidline
- Dior Show Iconic mascara
- L´oreal  Intense Maximised Volume mascara

Day-To-Night
- MAC Smolder eyeliner
- Ardell lashes

Þetta er augnförðunin sem ég notaði við Melt Cosmetics greinina sem ég setti inn hér um daginn:

Click link below for this look with crazy and fun lipsticks by Melt Cosmetics:
Tuesday, June 3, 2014

MELT Cosmetics; ULTRA MATTE, BOLD, RADIOACTIVENú á dögunum fékk ég loksins fyrstu sendinguna mína frá Melt Cosmetics sem ég var búin að vera ofboðslega spennt fyrir að prófa en þau voru með frían sendingarkostnað í tilefni 1 árs afmælis fyrirtækisins, svo auðvitað ákvað ég að slá til og panta mér 3 til að byrja með. Þetta fína póstkort fylgdi með ásamt litlum spegli og 2 límmiðum.

Melt Cosmetics  er varalitalína gerð af tveimur förðunarfræðingum, Lora Arellano sem er einnig þekkt fyrir að vera förðunarfræðingur Rihönnu, og Dana Bomar sem er líka módel og leikkona.

Varalitirnir eru alveg mattir, innihalda mikið litarefni, ilma eins og vanillu kaka og eru ekki prófaðir á dýrum.  Þið getið lesið meira á http://www.meltcosmetics.com

/ Nowadays I received my much anticipated delivery from Melt Cosmetics. They had a free shipping worldwide because of the company´s first birthday, so of course I ordered 3 to start with. I got this post card, little mirror and 2 stickers accompanying the lipsticks.

Melt Cosmetics is made by two make up artists, Lora Arellano who is also known for being Rihanna´s make up artist, and Dana Bomar who is a model and an actress. 
The lipsticks are all matte, highly pigmented, have a yummy Vanilla Cake scent and cruelty free.

Lora & Dana Melt Cosmetic boss ladies. 

Varalitirnir eru það sterkir að það er eiginlega óþarfi að nota varablýant með. Þeir haldast líka mjög vel á. Góðir varalitir á góðu verði ( stk á $19 ). Hér er listi yfir varablýöntum sem að fara vel við varalitina 
/
The colour payoff is great plus they hold on really well so it may not be necessary to use a lip pencil. But here is a list of lip pencils they recommend to use with the lipsticks. Great lipsticks for a nice price ($19).


Eftir 1-2 umferðir. / After 1-2 rounds.

By Starlight
Dökk djúp fjólublár. Æðislegur litur og auðvelt að dekkja með t.d Nightmoth frá Mac og lýsa upp með Darling frá Melt.
Hér er ég með By Starlight blandaðan við Darling.
/ The perfect dark and deep purple. It´s a beautiful colour that can be darkened with Nightmoth for example and brightened up with Darling as I did here.

Darling
Lilla bleikur, fullkominn í að highlighta hvaða varaliti sem er. Ég myndi kanski ekki nota hann sjálf einann og sér en ég keypti hann aðallega til að lýsa upp aðra varaliti. Það er ekki algengt að ljósir varalitur séu alveg mattir en mér finnst þessi frábær í að highlighta matta varaliti.
/ A sweet baby pink, great for highlighting any lipstick. I mainly bought it to use as a highlighter for lipsticks and I love how it works, there are not that many matte  and light coloured lipsticks on the market. This one is a one of a kind.


Space Cake
Uppáhaldið mitt frá Melt. Þessi gráblái varalitur er stórkostlegur. Kanski ekki fyrir alla en ég elska hann. Ég veit samt ekki alveg hvort ég myndi nota hann svona á venjulegum degi en kanski á tónleikum eða fyrir tísku myndatökur.
/ My favourite by Melt. A bluish grey that is fantastic but maybe not for everybody. I don´t know if I would use it for a regular day but maybe when I will go to the concerts or for a fashion photoshoot.


Þær stöllurnar eru mjög virkar á instagram og það er gaman að fylgjast með þeim þar en ef þið eruð ekki að follow-a þær nú þegar getið þið gert það hér: 
/ Follow them on instagram here:

By Starlight
                   Space Cakes
Darling-KristínTuesday, May 27, 2014

Blue Lagoon Skincare REVIEWÉg hef alltaf verið mjög mikið fyrir náttúrulegum húðvörum og var mjög spennt að prófa vörurnar frá Bláa Lóninu eftir að hafa heyrt svo margt gott um þær og þær standast svo sannarlega undir væntingum. Ég fann það strax frá fyrsta degi að húðin mín varð heilbrigðari og fallegri. Húðvörurnar frá Bláa Lóninu eru gerðar úr hráefnum vatnsins s.s. kísill, þörungar og steinefni, svo er stór plús að vatnið sjálft hefur lækningamátt og er sérstaklega gott fyrir fólk með húðskjúkdóma eins og soríasis. Fyrir þá sem ekki vita þá er vatnið í bláa lóninu jarðsjór sem varð til vegna samspils  náttúru og vísinda, þið getið lesið meira um það hér.

Meira um virku efnin hér fyrir neðan, í stuttum orðum:

  • Þörungur - vinnur gegn öldrun húðarinnar og örvar kollagen myndun, hljómar eins og draumur að nota nátturulegt efni í þessa vinnu í staðinn fyrir kemísk efni, hver vill annars ekki vera með unglegri og hraustari húð?
  • Kísill - styrkir náttúrulegt varnarlag húðarinnar sem gerir það að verkum að húðin viðheldur heilsu og útgeislun.
  • Steinefni - endurnærir húðina.

Blue Lagoon húðvörur eru húðlæknaprófaðar og án paraben efna.

/ I have always been a big fan of organic skin products so I was incredibly excited to try the skin care products from the Blue Lagoon. They truly are as good as they are said to be, I could feel it in my skin right away after first use that it seemed healthier and better. The key ingredients are algae, silica and minerals which can all be found in the water, and a big plus is that the water supposedly has a healing power and is known to be especially good for people with skin diseases such as psoriasis.
The water is geothermal seawater, you can read more about that here.

About the active ingredients in short:
  • Algea: Anti-aging and stimulates the forming of collagen in the skin.
  • Silica: Strengthens the natural protection layer of the skin which makes the skin maintain it´s health and glow.
  • Minerals: Revives the skin.
Blue Lagoon skincare products are dermatologically tested and parben-free.Vörurnar sem ég fékk að prófa / Products that I got to try:


Góður og mildur skrúbbur fyrir andlitið sem er fullkominn fyrir viðkvæma húð eins og mína. Hann  er  krem kenndur og hreinsar húðina vel, gott að nota í að losa sig við fílapensla. Svo finnst mér lyktin alveg æðisleg.

/ Gentle facial scrub and perfect for sensitive skin like mine. It has a creamy consistency and deep cleanses the skin nicely, good for those clogged pores and smells amazingly.

Líkams áburður sem inniheldur allt það besta frá Bláa Lóninu, kísil, þörung og steinefni og á að gera húðina stinna og vel nærða. Mér fannst þetta vera nokkuð gott krem, get ekkert sett neitt slæmt út á það.

/ Body lotion that contains all of the main ingredients from the Blue Lagoon, silica, algae and minerals. With the promise of firming and nourishing. It´s a lovely lotion and I have no complaints about it.

Styrkjandi kísil maski sem skrúbbar smá og er krem kenndur en þæginlegur í notkun. Húðin mín var æðislega mjúk eftir þennan maska.

/ Strengthening mask that scrubs a little bit. It has a creamy consistency which makes it easy to use. Made my skin really soft.

4. Mineral Moisturizing Cream / For dry and sensitive skin
Smeygir sér fljótt inn í húðina og er algjörlega ilmefnalaust. Þrátt fyrir að ég sé með feita/viðkvæma húð þá fannst mér þetta virka vel fyrir mig og gerði húðina ekki feitari. Það má nota þetta líka á líkamann og ég á það til að bera það á hendurnar þar sem ég hef mjög þurrar hendur.

/ Quickly absorbed in to the skin and has no fragrance. It suits my skin even though my skin is oily/sensitive, it did not make it more oily at all. Can be used for the body. I use it on my hands which are very dry.

Hreinsir og andlitsvatn í einu. Þetta er vatnskennt sem mér fannst svolítið spes til að byrja með en ég er ekki vön því að nota hreinsi í fljótandi formi. Ég notaði krem hreinsi fyst og því næst þennan hreinsi, s.s. notaði þetta til að hreinsa betur eftir að ég var búin að taka farðann af og svo til að tónera. En þessi aðferð er ekki nauðsyn, ég gerði þetta bara af því að mér fannst það henta mér best.

/ A cleanser and toner all-in-one, in liquid form. I am not used to using liquid cleansers so this was a first time for me and as I am stuck in my old habit I used my regular cream cleanser to take off the make up and then used this product to cleanse the skin afterwards and tone it. 

Örugglega uppáhalds varan mín. Aðalhráefnið er þörungur en hann örvar náttúrulega kollagen myndun og hægir á öldrun. Varasalvinn ilmar af piparmyntu og vanillu sem ég elska, og er svolítið þykk áferð á honum en þá þarf maður líka minna af honum. Svo er stór plús að varirnar verða ekki háðar honum, en þær verða silkimjúkar.

/ My favourite product. Main ingredient is algae which stimulates the production of collagen. It has a yummy peppermint and vanilla scent and a bit thick consistency but then again you don´t need a lot of product and it lasts longer. It doesn´t make the lips "addicted" to it like some lip balms tend to do, but they are left to be silky smooth, so that´s a big plus.


Ég var virkilega sátt með þessar vörur og leið virkilega vel í húðinni, fannst hún vera frísk og vel nærð alveg strax frá fyrsta degi og ég mun pottþétt fá mér annan svona varasalva þegar að minn klárast. Mæli hundrað prósent með Blue Lagoon húðvörum.

/ I am incredibly satisfied with the results of these products and I would recommend them 100%. My skin feels fresh, clean and well nourished ever since day one. I will definitely buy another lip balm when mine runs out. 

-Kristín

Friday, May 16, 2014

A Muse, An Icon: Kate Moss & Style Creation


Topshop voru að senda frá sér splunkunýja fatalínu sem var hönnuð í samstarfi við Kate Moss enn og aftur og línan virðist vera glæsileg og hún endurspeglar virkilega Kate Moss, rokkaraleg, frjáls og áreynslulaus stíll. Mig dreymir um að kaupa alla línuna...

En Kate Moss er svo miklu meira en bara módel, hún hefur verið innblástur margra fatahönnuða, ljósmyndara, listamanna og auðvitað almennings. Kate Moss var uppgötvuð á flugvelli þegar hún var 14 ára en það var ekki fyrr en  hún var mynduð fyrir Calvin Klein auglýsinga herferð nokkrum árum seinna sem að ferillinn hennar virkilega hófst. Hún varð eitt þekktasta andlit 90´s tímabilsins og enn í dag.

/Topshop recently showcased their new clothing line in corporation, once again, with Kate Moss and I must say that it is lovely and really reflects Kate´s rock´n roll, free spirit and effortless style.
Kate Moss is so much more than just a model but she has been an inspiration for many designers, artists, photographers and of course the public. She was discovered at an airport at age 14 but it wasn't until a couple of years later that she really became famous after being photographed for a Calvin Klein campaign. Her career was at it´s highest in the 90´s.
En ástæðan fyrir því að hún varð svo fræg er einmitt út af því að hún var svo allt öðruvísi en módel voru vanar að vera. Hún var "mennsk", hafði galla og hún kunni að nota þá sér í hag. Hún var ekki fullkominn eins og margar fyrirsætur í tímaritum tíðkuðust áður fyrr. Hún var kanski aðeins of grönn, freknótt og flatbrjósta en hún kunni að láta sér líða vel í eigin skinni og var óhrædd við að sýna heiminum það. En það gerði hana bæði aðlaðandi og einstaka. Einhvers staðar las ég það að hún hafi andstyggð af tískustefnum, en eins og maður sér af klæðnaðinum sem hún ber á sér þá er hún meistari í að blanda saman  dýrum flíkum og notuðum /ódýrum flíkum en einmitt það skapar þennan einstaka stíl. Kate hefur verið frumkvöðull þó nokkra tískustefna þar með talið lágu stuttgallabuxna tískuna.

/ Kate Moss became so popular for being so much different than what models were known to be like. She was human and flawed. She wasn´t perfect like models were supposed to be in magazines. She may have been too skinny, freckled, flat chested but she knew how to feel good in her own skin and she wash´t afraid to show that to the world which made her both attractive and significant. I read somewhere that Kate disliked trends, but as we can see from her style, she is a master in mixing haute couture and second hand/ inexpensive clothes together and it makes for her unique style. Kate is the entrepreneur of many trends such as the low rise jeans shorts.


Kate Moss stendur fyrir því að sætta sig við gallana sína og læra að elska þá. Gallarnir okkar gera okkur að þeirri manneskju sem við erum og það að reyna að hunsa gallanna okkar  setur okkur í þá leiðinda stöðu að lifa í afneitun og neikvæðni við okkur sjálf. 

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um Kate Moss er sú að mér finnst ég vera að ná þeim þroska að ég sé hægt og rólega að finna minn sanna stíl, sætta mig við "mömmu líkamann" og umbreyta lífi mínu á góðan veg, með göllum og öllu.

/ Kate Moss stands for accepting your flaws and learn to love them, after all they make you the person you are. Refusing to acknowledge our flaws is like living in denial and negativity towards ourselves.

The reason why I am writing about Kate Moss is because I feel that I am reaching the maturity of finally discovering my true style while accepting my "mommy body" and changing my life for the better, with flaws and all.-Kristín